Ferlar snúast um fólkið. Með áherslu á ferla í starfseminni er verið að valdefla, ekki hefta, starfsmenn þar sem þeir þekkja verklagið best og eru hluti af lausninni á þeim vandamálum sem unnið er að leysa. Með skráðu, skilvirku verklagi nær starfsmaður hámarksafköstum og er hvattur til að leggja til tillögur að úrbótum og taka þátt í vinnustofum en þannig sprettur fram umbótamenning sem flest fyrirtæki stefna að í samkeppninni.
ANSA er leiðandi í ráðgjöf og þekkingarmiðlun í ferla- og gæðamálum. Áralöng reynsla býr að baki ANSA með fremstu fyrirtækjum, stofnunum og sveitarfélögum landsins í hönnun og bestun ferla. Hvort heldur sem er þörf að bæta núverandi gæðakerfi, byggja upp ferlahandbók þvert á starfsemina eða vinna agað í úrlausn vandamála þá veitir ANSA ráðgjöf, námskeið og vottanir til að leysa málin og bæta verklag.