Ferla- og gæðastjórnun

Ferlar snúast um fólkið. Með áherslu á ferla í starfseminni er verið að valdefla, ekki hefta, starfsmenn þar sem þeir þekkja verklagið best og eru hluti af lausninni á þeim vandamálum sem unnið er að leysa. Með skráðu, skilvirku verklagi nær starfsmaður hámarksafköstum og er hvattur til að leggja til tillögur að úrbótum og taka þátt í vinnustofum en þannig sprettur fram umbótamenning sem flest fyrirtæki stefna að í samkeppninni.

ANSA er leiðandi í ráðgjöf og þekkingarmiðlun í ferla- og gæðamálum. Áralöng reynsla býr að baki ANSA með fremstu fyrirtækjum, stofnunum og sveitarfélögum landsins í hönnun og bestun ferla. Hvort heldur sem er þörf að bæta núverandi gæðakerfi, byggja upp ferlahandbók þvert á starfsemina eða vinna agað í úrlausn vandamála þá veitir ANSA ráðgjöf, námskeið og vottanir til að leysa málin og bæta verklag.

Þjónusta í boði:

Kynna ávinning af því að einblína á ferla í starfseminni.
Ráðgjöf í greiningu, hönnun og bestun ferla.
Skráning á ferlum frá einum enda til annars (End to end) í starfseminni.
Leiðsögn í skipulagi, eignarhaldi og mælingum á ferlum.
Kynningar á áherslum og ávinning á stjórnun viðskiptaferla: 1) Grunnnámskieð, 2) Verkefna- og breytingastjórnun með BPM áherslum og 3) Framhaldsnámskeið – bestun ferla. Til að bóka kynningu, smellið hér.
Yfirfara og uppfæra gæðaferla, setja upp ferlahandbækur skv. ISO stöðlum.
Setja upp gæðahandbók með flæðiritum, deildarferlum, vinnulýsingum og skjölum.
Ráðgjöf í gerð viðbragðsáætlana, öryggisstaðla, áhættustjórnunar, stjórnun upplýsingaöryggis.
Vinna með viðskiptavinum að finna hugbúnaðarlausn um gæðaferla.
Kynning á ávinning á ITIL rammanum fyrir starfsemina.
Ráðgjöf í skráningu, uppsetningu og innleiðingu á ITIL rammanum.
Rekstur á ITIL: Skjölun, hlutverk á ábyrgð.
Tengsl ITIL við gæðakerfi, áhættustýringarkerfi og stjórnun upplýsingaöryggis.
Ráðgjöf og verkefnastjórnun á þarfagreiningu ásamt kröfuskráningu fyrir hugbúnað.
Valferli á hugbúnaði sem á að keyra lykilferla í starfseminni t.d. sölumál, þjónusta, gæðastjórnun, aðföng og framleiðslu (ERP).
Virkjun hagaðila og sérfræðinga í starfsemi, t.d. með samtölum eða vinnustofum, til að ná utan um þarfir og kröfur fyrir nýtt UT kerfi.