Sjálfvirknivæðing

Sjálfvirknivæðing viðskiptaferla er komin fram á sjónarsviðið svo um munar; það þarf ekki að leita lengra en næstu matvöruverslun með sjálfsafgreiðslukössum eða úti á flugvelli með innritunarstöðvum fyrir farþega.

Sjálfvirknivæðing viðskiptaferla miðar sér í lagi við að leysa mannaflið af hólmi í endurteknum mannfrekum ferlum og beita tækninni í staðinn. Sjálfvirknivæðing eykur ánægju viðskiptavina þar sem ferlið vinnst hraðar og gæði eru tryggð þar sem minni þörf fyrir starfsfólk í síendurteknar athafnir tengdum færslum og nýta það fremur í verkþætti sem skila auknum virðisauka.

Það þarf að vita hvenær sjálfvirknivæðing á við; mun slík leið í raun lækka kostnað í starfseminni eða færa flöskuhálsinn annað? Til að tryggja farsæla innleiðingu og sannarlegan ávinning þarf yfirsýn yfir ferlið, þekkja rót vandans áður en farið er í að sjálfvirknivæða.

Þjónusta í boði:

Gervigreind (Artificial intelligence) býður upp á mikla möguleika við bestun ferla.
Ráðgjöf hvar AI getur nýst og hvar ekki við að bæta verkferla í starfseminni.
Nýta AI í hermun (Simulation) á ferlum til að sjá fyrir breytta (TO BE) ferla.
Hvernig AI getur nýst við tölfræðigreiningu og aðgerðum í ferlum.
Ferlaköfun (Process mining) umbyltir greiningum með úttekt á loggum í UT kerfum.
Ráðgjöf á hvar er hægt að nýta ferlaköfun í greiningu og úrbætur á ferlum.
Hvaða lausnir henta best í ferlaköfun.
Kynning á ávinning á því að nýta ferlaköfun og arðsemisgreining á fjárfestingu.
Robotic process automation (RPA) hugbúnaður, eða þjarkar, bestar rútínu mannfreka ferla.
Ráðgjöf i hvar þjarkar geta nýtast í að umbylta færsluferlum í starfseminni.
Ráðleggingar á hvernig á að hefja vegferðina; hvaða ferlar, hugbúnaðartengingar o.þ.

Vinna verkáætlun og arðsemisgreiningu á bestun ferla með þjörkum og AI.