ANSA ehf. býður í fyrsta sinn á Íslandi upp á vottun í hvíta, gula og græna beltinu í Lean Six Sigma.
Þessari sannreyndu aðferð er beitt af fyrirtækjum í flestum geirum, ríkisstofnunum og sveitarfélögum, um heim allan með frábærum árangri. Lean Six Sigma er kennt víða en nú er slík vottun í boði á Íslandi, aðlöguð að íslenskum aðstæðum og umhverfi fyrirtækja hérlendis. Vonast er til að þetta stórauki samkeppishæfni fyrirtækja og stofnana á Íslandi.
Boðið er upp á vefnámskeið þar sem hver og einn getur lært efnið þegar hentar og lýkur síðan námskeiðinu með því að ná hæfnisprófi úr efninu á vefnum til að hljóta vottun í hverju belti. Ljúka verður prófi í hvíta beltinu til að hefja námskeið í gula og svo framvegis. Ljúka verður prófi í lok námskeiðs með einkunn 7 eða hærra til að fá vottun á beltinu. Það má taka prófið þrisvar sinnum. Námskeiðið sem er í samstarfi við NTV er í boði á vefnum, sjá nánari upplýsingar og skráningu hér að neðan.
