Lean Six Sigma

ANSA ehf. býður í fyrsta sinn á Íslandi upp á vottun í hvíta, gula og græna beltinu í Lean Six Sigma.

Þessari sannreyndu aðferð er beitt af fyrirtækjum í flestum geirum, ríkisstofnunum og sveitarfélögum, um heim allan með frábærum árangri. Lean Six Sigma er kennt víða en nú er slík vottun í boði á Íslandi, aðlöguð að íslenskum aðstæðum og umhverfi fyrirtækja hérlendis. Vonast er til að þetta stórauki samkeppishæfni fyrirtækja og stofnana á Íslandi.

Boðið er upp á vefnámskeið þar sem hver og einn getur lært efnið þegar hentar og lýkur síðan námskeiðinu með því að ná hæfnisprófi úr efninu á vefnum til að hljóta vottun í hverju belti. Ljúka verður prófi í hvíta beltinu til að hefja námskeið í gula og svo framvegis. Ljúka verður prófi í lok námskeiðs með einkunn 7 eða hærra til að fá vottun á beltinu. Það má taka prófið þrisvar sinnum. Námskeiðið sem er í samstarfi við NTV er í boði á vefnum, sjá nánari upplýsingar og skráningu hér að neðan.

Byggðu upp kunnáttu þínu í að greina og leysa vandamál með vottun í Lean Six Sigma (LSS). Þú styrkir stöðu þína á vinnumarkaðinum hvort heldur sem er innan fyrirtækisins eða í leit af öðrum áskorunum úti á markaðinum.
Með LSS vottun öðlast þú nýja sýn á vandamál í rekstrinum og lærir áhrifaríka leið og nálgun í að greina og leysa vandamálið.
Prufaðu hvíta beltið til að sjá hvort þetta sé ekki eitthvað fyrir þig. Umfang breytinga og áhrif þeirra verða meiri eftir sem fleiri öðlast vottun í starfseminni. Fyrir nánari upplýsingar eða skráningu, smelltu hér eða hafðu samband í tölvupósti á ansa@ansa.is.
Kynna sér grunnatriði í Lean Six Sigma
Skilja, bakgrunn, umgjörð og markmið með LSS
Skilningur á LSS grunnaðferðum
Vinnur undir handleiðslu aðila með græna eða svarta beltið
Auðkenna sóun og hefja umbætur
Beita LSS grunn-aðferðum í verkefnum
Umbótavinna með grænu/svörtu belti
Verkefnaþátttaka, öðlast praktíska þjálfun í verkefnateymi
Sýna fram á árangur og ljúka verkefnum
Stýrir LSS verkefnum, leiðbeinir hvíta og gula beltum
Býr yfir mikilli LSS þekkingu, ráðfærir sig við svarta belti
Veitir hvíta og gula beltis þjálfun í gegnum verkefni