ANSA er ráðgjafar- og þekkingarfyrirtæki sem vinnur með viðskiptavinum í að bæta rekstrarárangur með ráðgjöf á sviði stefnumótunar og viðskiptaþróunar annars vegar og í ráðgjöf í ferla- og gæðamálum hins vegar. Ferla- og gæðamál eru ætíð samtvinnuð vegferð viðskiptavinarins og hans upplifun á þjónustunni sem veitt er. Áhersla er lögð á að nýta tækifærin sem felast í þeirri stafrænu umbreytingu sem nú á sér stað í samfélaginu og nýjustu tækni í bestun ferla eins og gervigreind, ferlagröft og notkun þjarka sem hluta af sjálfvirknivæðingu ferla.
ANSA leggur áherslu á ferlamiðaða nálgun í ráðgjöf sem veitt er. Frammistaða fyrirtækis í samkeppni er í samræmi við gæði og þroska ferla sem fyrirtækið hefur þróað. Mikilvægt er að byggja upp ferlamiðaða umbótamenningu í starfseminni. Með áherslu á þróun ferla er starfsmönnum veitt umboð til athafna með því að leggja til betri leiðir í að vinna hlutina. Árangursríkast er að nýta þekkingu starfsmanna með þátttöku starfsmanna í vinnustofum, ferlalabbi og með ábendingum um að bæta verklagið í stað þess að viðhafa úrelt fyrirkomulag um skipanir að ofan. Ferlaskráning tryggir uppbyggilega umræðu utan um heildarferlið, en slíkt sparar fjölmarga fundi og tölvupósta um úrlausn mála. Mikilvægt er að starfsmenn og stjórnendur fyrirtækja ræða hvernig „við vinnum saman“.
ANSA byggir á áralangri reynslu í ráðgjöf hjá leiðandi fyrirtækjum úr helstu atvinnugreinum hérlendis. ANSA leggur áherslu á fagleg vinnubrögð og mælingar á árangri í samstarfi við viðskiptavini. Markmiðið er ávallt að bæta árangur, hvort sem það er með aukinni skilvirkni, lækkun kostnaðar, bættri samhæfingu eða hærra þjónustustigi. Ef þitt fyrirtæki hefur áhuga á að kynna sér stjórnun viðskiptaferla, úrbætur í gæðamála, tæknilegar aðferðir í að bæta verklag eða auka samkeppnishæfni með áherslu á nýsköpun og viðskiptaþróun þá endilega hafið samband.
Stofnandi og framkvæmdastjóri ANSA er Magnús Ívar Guðfinnsson, MSc í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands (HÍ) auk vorannar við Norwegian School of Management BI í Osló í Noregi. Magnús Ívar útskrifaðist með BA gráðu í alþjóða viðskiptum með japanska iðnaðarsögu og stjórnun sem aukafag frá háskólanum í Alabama í Bandaríkjunum. Magnús Ívar kennir áfangann greiningu verkferla og kerfa fyrir nemendur í iðnaðarverkfræði við HÍ. Magnús Ívar vottaður svart belti í Lean Six Sigma.